Sakar Moby um að ljúga um „samband“ þeirra

Natalie Portman telur að Moby hafi breytt sögunni af samskiptum …
Natalie Portman telur að Moby hafi breytt sögunni af samskiptum þeirra til að selja bækur. mbl.is/AFP

Í nýrri sjálfsævisögu tónlistarmannsins Moby segir hann frá stuttu ástarsambandi við leikkonuna Natalie Portman. Portman man hlutina allt öðruvísi en Moby eins og hún segir sjálf frá í Harper's Bazaar. Hún sakar Moby ekki aðeins um að ljúga um eðli samskipta þeirra heldur einnig aldur sinn en leikkonan segist hafa verið nýorðin 18 ára þegar þau hittust. 

Í bókinni kemur meðal annars fram að Moby og Portman hafi verið að hittast og hann hafi reynt að verða kærasti hennar. Hún hafi hins vegar endað „sambandið“ þegar hún hitti annnan mann. Segir hann ákvörðun Portman hafa verið létti þar sem hann hefði ekki þurft að segja henni frá kvíðavandamálum sínum. 

„Ég var hissa að heyra að hann hefði skilið þann stutta tíma sem við þekktumst eins og við værum að hittast af því ég man eftir honum sem mun eldri manni sem mér hryllti við þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla,“ sagði Portman við Harper's Bazaar. 

Segir hún að enginn hafi athugað málið betur, hvorki hann né útgefandinn og líður henni næstum því eins og sagan hafi verið sögð svona af ásettu ráði. Að hann hafi notað söguna til þess að selja bók sína. 

Portman segir sína útgáfu af kynnum þeirra í viðtalinu auk þess sem hún segir MeToo-byltinguna hafa gert það að verkum að konur séu ekki hræddar að segja sína sögu. 

Leikkonan segist hafa verið aðdáandi Moby og farið á tónleika hans rétt eftir útskrift. Hún hafi hitt tónlistarmanninn eftir tónleika þar sem hann hafi stungið upp á því að þau yrðu vinir. „Hann var á tónleikaferðalagi og ég var að vinna, í tökum á mynd, svo við héngum saman aðeins örfáum sinnum áður en ég áttaði mig á því að þessi áhugi væri óviðeigandi sem þessi eldri maður sýndi mér,“ segir Portman um minningu sína af samskiptum þeirra. 

Tónlistarmaðurinn Moby.
Tónlistarmaðurinn Moby. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler