Stóðu upp og hættu ekki að klappa

Brad Pitt og Leonardo DiCaprio leika í mynd Quentin Tarantino.
Brad Pitt og Leonardo DiCaprio leika í mynd Quentin Tarantino. mbl.is/AFP

Áhorfendur í Cannes hættu ekki að klappa þegar nýjasta mynd leikstjórans Quentin Tarantino var frumsýnd. Á vef Variety kemur fram að áhorfendur stóðu upp og klöppuðu í sex mínútur eftir að myndinni Once Upon a Time in Hollywood lauk en myndin keppir um Gullpálmann í ár. 

Reyndar eru ekki allir miðlar sammála um hversu lengi klappið lifði en á vef Deadline er því haldið fram að fólk hafi klappað í sjö mínútur.

Hvort sem klappað var í sex eða sjö mínútur er nokkuð víst að áhorfendur voru ánægðir með verk Tarantino og rándýran leikarahóp hans. Í helstu hlutverkum eru Brad Pitt, Leonardo DiCaprio, Margot Robbie auk þess sem Beverly Hills 90210-leikarinn Luke Perry kemur fyrir en hann lést fyrir stuttu. 

Margot Robbie, Quentin Tarantino, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt.
Margot Robbie, Quentin Tarantino, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt. mbl.is/AFP
Margot Robbie, Quentin Tarantino, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt.
Margot Robbie, Quentin Tarantino, Leonardo DiCaprio og Brad Pitt. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant