Vildi hitta frægan enskan mann

Vinahópur Meghan hefur breyst síðan hún kynntist Harry Bretaprins.
Vinahópur Meghan hefur breyst síðan hún kynntist Harry Bretaprins. mbl.is/AFP

Bresk sjónvarpskonan Lizzie Cundy lýsir vinskap sínum við Meghan hertogaynju í nýrri sjálfsævisögulegri bók, Tales From The Red Carpet, að því fram kemur á vef The Sun. Þar segir hún meðal annars frá því að Meghan hafi beðið hana um að hjálpa sér að finna breskan mann. Cundy var ekki boðið í brúðkaup Harry og Meghan og segir líklegt að breska konungsfjölskyldan hafi skipað Meghan að klippa á vinskap sinn við fjölmiðlafólk. 

Meghan og Cundy kynntust á góðgerðarkvöldmáltíð árið 2013 og urðu vinkonur. 

„Þekkir þú einhverja fræga menn? Ég er einhleyp og virkilega elska enska menn,“ á Meghan að hafa sagt við Cundy sem tók hana á orðinu og fór með henni út á lífið til þess að finna mann fyrir leikkonuna. 

„Ég man að hún spurði mig mikið um stráka. Hún var áhugaverð og spurði margra spurninga. Yfirleitt tala leikkonur bara um sjálfar sig. Hún var mjög skemmtileg, mjög ljúf. Ég kunni vel við hana.“ 

Cundy segist hafa veirð mjög hissa þegar hún frétti af sambandi Harry og Meghan seint á árinu 2016. „Guð minn góður, ég frétti af ykkur Harry,“ sendi Cundy Meghan í textaskilaboðum. „Já ég veit. Við skulum reyna að hittast,“ á Meghan að hafa svarað. 

Vináttu Meghan og Cundy lauk stuttu seinna og segir sjónvarpskonan að Meghan hafi hreinlega látið sig hverfa. Telur hún líklegt að breska konungsfjölskyldan hafi sagt henni að klippa á samskipti við fólk í fjölmiðlaheiminum. Nefnir hún breska sjónvarpsmanninn Piers Morgan í þessu samhengi og segir Meghan hafi einnig hætt öllum samskiptum við hann. 

Meghan hitti að lokum frægan enskan mann og giftist honum.
Meghan hitti að lokum frægan enskan mann og giftist honum. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.