Bubbi og Katrín Halldóra syngja saman

Katrín Halldóra syngur með Bubba á nýrri plötu hans.
Katrín Halldóra syngur með Bubba á nýrri plötu hans. Samsett mynd

Bubbi Morthens og Katrín Halldóra Sigurðardóttir syngja saman lagið Án þín sem Bubbi var að gefa út. Er lagið á plötunni Regnbogans stræti sem kemur út í haust. 

Katrín Halldóra er þekktust fyrir túlkun sína á söngkonunni Elly í samnefndum söngleik í Borgarleikhúsinu. Er þetta í fyrsta skipti sem Katrín Halldóra og Bubbi leiða saman hesta sína. Lagið er dægurlag sem gerir ástinni hátt undir höfði, eins og Bubba er einum lagið. 

Er þetta annað lagið af nýju plötunni sem kemur út. Lagið Velkominn heim kom út í mars á þessu ári en það er Alda Music sem gefur út plötuna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.