Segist víst hafa verið að hitta Portman

Moby birti þessa mynd af sér og Natalie Portman á …
Moby birti þessa mynd af sér og Natalie Portman á Instagram máli sínu til stuðning. skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Moby segist víst hafa verið að hitta leikkonuna Natalie Portman og ekki ljúga um það í bók sinni. Portman hélt því hins vegar fram í viðtali við Harper's Baazar að Moby hefði verið óviðeigandi eldri maður og þau hefðu aðeins hist örfáum sinnum. 

Moby birti mynd af þeim saman á Instagram og greindi frá því að fréttaflutningurinn af frásögn Portman hafi ruglað hann í ríminu þar sem þau hefðu jú átt í stuttu ástarsambandi.

„Og eftir að hafa verið að hittast stuttlega árið 1999 héldum við áfram að vera vinir. Ég kann vel við Natalie og virði hana fyrir gáfur hennar og aðgerðir hennar. En til að vera hreinskilinn get ég ekki skilið af hverju hún myndi reyna að gefa ranga mynd af (þó stuttu) sambandi okkar,“ skrifar Moby meðal annars og segist segja sannleikann í bók sinni. 

Þrátt fyrir að Moby haldi því fram að hann hafi sagt sannleikann segist hann bera virðingu fyrir því ef Portman sjái eftir því að hafa verið að hitta hann. Sjálfur myndi hann líklega sjá eftir því. Það breyti þó ekki staðreynd málsins sem sé sú að þau hafi átt í stuttu ástarsambandi. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sambönd eru ekki svo flókin þegar þú veltir þeim fyrir þér. Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag og það er ekkert við því að gera.