Segist víst hafa verið að hitta Portman

Moby birti þessa mynd af sér og Natalie Portman á ...
Moby birti þessa mynd af sér og Natalie Portman á Instagram máli sínu til stuðning. skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Moby segist víst hafa verið að hitta leikkonuna Natalie Portman og ekki ljúga um það í bók sinni. Portman hélt því hins vegar fram í viðtali við Harper's Baazar að Moby hefði verið óviðeigandi eldri maður og þau hefðu aðeins hist örfáum sinnum. 

Moby birti mynd af þeim saman á Instagram og greindi frá því að fréttaflutningurinn af frásögn Portman hafi ruglað hann í ríminu þar sem þau hefðu jú átt í stuttu ástarsambandi.

„Og eftir að hafa verið að hittast stuttlega árið 1999 héldum við áfram að vera vinir. Ég kann vel við Natalie og virði hana fyrir gáfur hennar og aðgerðir hennar. En til að vera hreinskilinn get ég ekki skilið af hverju hún myndi reyna að gefa ranga mynd af (þó stuttu) sambandi okkar,“ skrifar Moby meðal annars og segist segja sannleikann í bók sinni. 

Þrátt fyrir að Moby haldi því fram að hann hafi sagt sannleikann segist hann bera virðingu fyrir því ef Portman sjái eftir því að hafa verið að hitta hann. Sjálfur myndi hann líklega sjá eftir því. Það breyti þó ekki staðreynd málsins sem sé sú að þau hafi átt í stuttu ástarsambandi. 

View this post on Instagram

I recently read a gossip piece wherein Natalie Portman said that we’d never dated. This confused me, as we did, in fact, date. And after briefly dating in 1999 we remained friends for years. I like Natalie, and I respect her intelligence and activism. But, to be honest, I can’t figure out why she would actively misrepresent the truth about our(albeit brief)involvement. The story as laid out in my book Then It Fell Apart is accurate, with lots of corroborating photo evidence, etc. Thanks, Moby Ps I completely respect Natalie’s possible regret in dating me(to be fair, I would probably regret dating me, too), but it doesn’t alter the actual facts of our brief romantic history

A post shared by moby xⓋx (@moby) on May 22, 2019 at 3:23am PDT

mbl.is