Nýtt lag og myndband frá Hatara

Hatari á sviðinu í Tel Aviv í síðustu viku.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Hatari hefur gefið út nýtt lag en það er unnið í samstarfi við palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad. Lagið heitir KLEFI / SAMED (صامد) og var myndband þess frumsýnt í nótt.

Stór hluti myndbandsins var tekinn upp í Palestínu, líkast til þegar liðsmenn Hatara tóku upp póstkort fyrir Eurovision-söngvakeppnina í Tel Aviv.

Hatarar höfðu lýst því yfir í viðtölum fyrr í vikunni að meðal þess sem væri á döfinni hjá þeim væri samstarf með Murad. Hann er 26 ára gamall Palestínumaður sem býr í austurhluta Jerúsalem.

Yousef Hammad og Baldvin Vernharðsson leikstýrðu myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant