Nýtt lag og myndband frá Hatara

Hatari á sviðinu í Tel Aviv í síðustu viku.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Hatari hefur gefið út nýtt lag en það er unnið í samstarfi við palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad. Lagið heitir KLEFI / SAMED (صامد) og var myndband þess frumsýnt í nótt.

Stór hluti myndbandsins var tekinn upp í Palestínu, líkast til þegar liðsmenn Hatara tóku upp póstkort fyrir Eurovision-söngvakeppnina í Tel Aviv.

Hatarar höfðu lýst því yfir í viðtölum fyrr í vikunni að meðal þess sem væri á döfinni hjá þeim væri samstarf með Murad. Hann er 26 ára gamall Palestínumaður sem býr í austurhluta Jerúsalem.

Yousef Hammad og Baldvin Vernharðsson leikstýrðu myndbandinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.