Segir Beyoncé eiga langt í land

Warwick segir Beyoncé ekki vera orðna að iconi.
Warwick segir Beyoncé ekki vera orðna að iconi. Samsett mynd

Íslandsvinurinn Dionne Warwick sagði í viðtali við Essence að hún teldi að tónlistarkonan Beyoncé Knowles ætti langt í land með að verða „icon“.

Warwick sagði í viðtalinu að hún væri mjög hrifin af Beyoncé og að hún væri búin að skapa frábæra tónlist. Hún velti þó fyrir sér hvort tónlistarkonur nútímans myndu einhvern tíma ná sömu hæðum og klassískar söngkonur sjöunda áratugarins náðu.

Hin 78 ára gamla tónlistarkona hóf feril sinn aðeins 19 ára gömul og hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin. Hún vann Grammy-verðlaun árið 1968 fyrir lag sitt „Do you know the way to San Jose“.

Hún gaf nýlega út plötuna „She's back“.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Félagslífið stendur í miklum blóma, sem þýðir að þú þarft að standa við gefin loforð. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti.