Sjóðheit með syninum

Pamela Anderson og sonurinn Brandon Thomas Lee.
Pamela Anderson og sonurinn Brandon Thomas Lee. mbl.is/AFP

Strandvörðurinn fyrrverandi, Pamela Anderson, mætti sjóðheit í boð í Cannes. Anderson mætti með manninum í lífi sínu, syninum Brandon Thomas Lee, og litu mæðginin afar vel út saman þegar þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. 

Soninn á hin 51 árs gamla Anderson með fyrrverandi eiginmanni sínum, Tommy Lee. Brandon Thomas Lee verður 23 ára í næsta mánuði og er afar náin móður sinni. Hann hefur hins vegar átt í stormasömu sambandi við rokkarann föður sinn. 

Anderson og sonurinn Lee eru svo samrýnd að þau mættu í stíl hvort við annað í boðið sem margar af stærstu stjörnum heims mættu í. Anderson var flott í fínum ljósbleikum kjól og Lee klæddist hvítum silkijakkafötum sem pössuðu vel við. Við jakkafötin var hann svo í hvítum Converse-strigaskóm. 

Brandon Thomas Lee og Pamela Anderson.
Brandon Thomas Lee og Pamela Anderson. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.