Parasite fær Gullpálmann

Hinn Suður-Kóreski Bong Joon-ho með Gullpálmann. Hann er fyrsti Suður-Kóreumaðurinn …
Hinn Suður-Kóreski Bong Joon-ho með Gullpálmann. Hann er fyrsti Suður-Kóreumaðurinn til að vinna verðlaunin. AFP

Paras­ite í leik­stjórn Suður-Kór­eu­manns­ins Bongs Joon-hos hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár. Í þessari mynd er saga fá­tækr­ar fjöl­skyldu sögð og hvernig líf henn­ar breyt­ist eft­ir að son­ur­inn fer að kenna dótt­ur auðugs iðnjöf­urs.

Myndinni er lýst sem „hryllingskenndum gamanleik“ sem setji sér það markmið að afhjúpa stéttaskiptingu í samfélaginu.

Bong Joon-ho er fyrsti Suður-Kóreumaðurinn til að hljóta Gullpálmann. Hann gerði garðinn frægan með Okja og Snowpiercer.

Okja var á Cannes 2017 en var þó frumsýnd á Netflix, sem er viðkvæmt á hátíðinni en var þó leyft.

Hin fransk-senegalska Mati Diop fékk þá „silfrið“, fyrir mynd sína Atlantics. Hún er fyrsta þeldökka konan til að vinna verðlaun sem leikstjóri í 72 ára sögu hátíðarinnar.

Athygli vakti þá að Quentin Tarantino gekk tómhentur út af hátíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson