Moby biður Portman afsökunar

Natalie Portman var ekki sátt við ummæli Moby í bók …
Natalie Portman var ekki sátt við ummæli Moby í bók hans. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Moby hefur beðið leikkonuna Natalie Portman afsökunar á því sem hann skrifaði í nýlegri sjálfsævisögu sinni og hvernig hann hegðaði sér fyrir um 20 árum. Moby birti afsökunarbeiðni á Instagram um helgina eftir að leikkonan gagnrýndi hann í blaðaviðtali. Afsökunarbeiðnin kom nokkrum dögum eftir að hann reyndi að verja ummæli sín í bókinni. 

Segir Moby gagnrýnina um umfjöllun hans um Portman hafa átt rétt á sér, það hafi ekki verið rétt af sér að láta hana ekki vita áður en bókin kom út og eins hafi það verið tillitsleysi að virða ekki viðbrögð hennar.

Moby biður Portman líka afsökunar á samskiptum þeirra fyrir rúmum 20 árum. Hann segist gera sér grein fyrir að vegna þeirra 14 ára sem skilur þau að hefði hann átt að hegða sér af meiri ábyrgð þegar hann hitti Portman fyrst fyrir um 20 árum. 

Í bókinni segir Moby þau hafi verið að hittast en Portman sagði í viðtali við Harper's Baazar í síðustu viku að henni hafi fundist Moby vera óviðeigandi eldri maður. 

Moby.
Moby. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant