98,4% áhorf á Eurovision á Íslandi

98,4% sjónvarpsáhorfenda hér á landi fylgdust með úrslitakvöldi Eurovision 18. …
98,4% sjónvarpsáhorfenda hér á landi fylgdust með úrslitakvöldi Eurovision 18. maí síðastliðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar elska Eurovision. Áhorfstölur staðfesta það en 98,4% sjónvarpsáhorfenda hér á landi fylgdust með úrslitakvöldi Eurovision 18. maí síðastliðinn. Það ætti engan að undra að hvergi annars staðar í heiminum er áhorf á keppnina jafn mikið, hlutfallslega.

Alls horfðu 182 milljónir manna á lokakeppnina og er þetta vinsælasta beina útsending á tónlistarviðburði í öllum heiminum, að því er fram kemur á vef Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU).

Áhorf á útsendingu RÚV var það mesta í fimm ár, eða frá því Pollapönk komst upp úr undanriðlinum árið 2014 og 98,6% sjónvarpsáhorfenda á Íslandi fylgdust með.

Hollendingar fylgdust einnig vel með sínum manni Duncan, sem sigraði í Eurovision í ár, en sjónvarpsáhorf á keppnina mældist 73,4%, sem er það mesta frá 2014.

Líkt og fram hefur komið jókst áhorfið einnig í Ísrael, en 1,3 milljónir sjónvarpsáhorfenda í Ísrael fylgdust með keppninni, fleiri en þegar keppnin var haldin í Jerúsalem 1999.

Flestir sjónvarpsáhorfendurnir í ár koma frá Þýskalandi, eða 7,6 milljónir talsins.

Þá hefur áhorf hjá yngra fólki aukist en 45,3% sjónvarpsáhorfenda á aldrinum 15-24 ára horfðu á keppnina, tveimur prósentum fleiri en í fyrra. Keppninni var einnig streymt á YouTube og nýttu um 40 milljónir manna sér það. Þar af voru 72% undir 35 ára.

73,4% sjónvarpsáhorfenda í Hollandi fylgdust með Duncan Laurence fagna sigrinum …
73,4% sjónvarpsáhorfenda í Hollandi fylgdust með Duncan Laurence fagna sigrinum í Expo-höllinni í Tel Aviv. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler