Fjölskyldan efast um yngri kærasta Jenner

Kris Jenner og kærastinn Corey Gamble
Kris Jenner og kærastinn Corey Gamble AFP

Raunveruleikastjörnumamman Kris Jenner á í sambandi við Corey Gamble sem er aðeins 38 ára eða 25 árum yngri en hún sjálf sem er 63 ára. Þó svo að Jenner og Gamble hafi verið að hittast síðan í nóvember árið 2014 eru ekki allir í fjölskyldunni sem treysta kærastanum eins og fram kom í nýjasta raunveruleikaþætti fjölskyldunnar að því fram kemur á vef People. 

Tengdasonur Jenner, rapparinn Kanye West, var óhræddur við að tjá skoðun sína á kærastanum en dóttir hennar, Khloé Kardashian, tók í sama streng og West eftir að skilaboð sem West sendi Gamble voru til umræðu. 

Eiginkona West, Kim Kardashian, greindi frá innihaldi skilaboðanna sem ollu titringi í fjölskyldunni. West sagði eitthvað á þá leið að fjölskyldan þekkti ekki Gamble og hún hefði ekki hitt fjölskyldu hans. Kim Kardashian sagði að öllum hefði liðið eins og West og hugsað það sama. 

Khloé Kardashian tók undir orð systur sinnar og sagði að þó skilaboð West hefðu ekki verið góð þá hafi innihald þeirra verið rétt. Sagði hún Gamble vera laumulegan og það væri óþægilegt. Viðurkenndi hún einnig að hafa haldið að samband móður sinnar við Gamble myndi aldrei endast. Að lokum reyndu þau að kynnast honum en hann hafi ekki gefið færi á sér. 

Corey Gamble, Kris Jenner, Kanye West, Kim Kardashian West, Kendall …
Corey Gamble, Kris Jenner, Kanye West, Kim Kardashian West, Kendall Jenner, Kylie Jenner og Travis Scott öll saman á Met Gala í byrjun maí. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler