Verst klædda Eurovision-stjarnan 2019

Conan Osiris keppti fyrir hönd Portúgal í Eurovision 2019 og …
Conan Osiris keppti fyrir hönd Portúgal í Eurovision 2019 og vakt athygli fyrir klæðnaðinn. mbl.is/AFP

Nú þegar maí er að líða undir lok og flestir hættir að hugsa um Eurovision er portúgalski keppandinn kominn aftur í sviðsljósið. Portúgalski tónlistarmaðurinn Conan Osiris var nefnilega efstur í kosningu á versta búningi keppninnar að því fram kemur á ESC Today

Osiris gekk illa í keppninni og varð 15. í undankeppninni en vakti þó mikla athygli fyrir klæðnað sinn og settu margir spurningarmerki við gerviskegg úr plasti. Hann var þó eftirminnilegur og hlaut í vikunni þessi umdeildu verðlaun sem heita Barbara Dex-verðlaunin. Verðlaunin eru nefnd eftir Barböru Dex sem tók þátt í Eurovision árið 1993 í afspyrnuljótum kjól að margra mati. 

Ísland eða Hatari komst ekki í topp fimm sem þykir hrós í þessari keppni. Í öðru sæti var Tamta sem söng fyrir Kýpur. Hvíta-Rússland var í því þriðja, Belgía í fjórða og Norður-Makedónía í fimmta sæti. 

Conan Osiris var í frumlegum fötum í Eurovision.
Conan Osiris var í frumlegum fötum í Eurovision. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.