When They See Us dregur dilk á eftir sér

Linda Fairstein hefur sagt sig úr stjórn Safe Horizon.
Linda Fairstein hefur sagt sig úr stjórn Safe Horizon. Ljósmynd/Wikipedia.org

Lögmaðurinn og metsöluhöfundurinn Linda Fairstein hefur sagt sig úr stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Safe Horizon. Fairstein hefur verið gagnrýnd fyrir framgöngu sína í máli fimmmenninganna í Central Park á sínum tíma en fyrir helgi kom út mínísería sem fjallar um sögu þeirra. 

Míníserían ber nafnið When They See Us og er framleidd af Netflix. Hún segir sögu fimmmenninganna í Central Park eins og þeir voru kallaðir. Fimmmenningarnir eru fjórir svartir táningar og einn táningur af rómönskum uppruna sem voru ranglega fundnir sekir fyrir að hafa ráðist á og nauðgað konu í Central Park í New York árið 1989. 

Nánar var fjallað um þættina í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 26. maí síðastliðinn.

Fairstein var saksóknari í málinu og sótti hart að fimmmenningunum þótt lítil sem engin sönnunargögn í málinu bentu til þess að þeir væru sekir. Þeir sátu inni í 12 ár en voru sýknaðir árið 2002.

Sjálfseignarstofnunin sem Fairstein sat í stjórn fyrir hefur helgað sig því að styðja við þolendur ofbeldis og kynferðisofbeldis. Hún var yfir kynferðisafbrotadeild saksóknara í Manhattan-umdæmi í New York-borg á árunum 1976-2002. Hún hefur einnig skrifað fjölda glæpaskáldsagna sem meðal annars fjalla um saksóknarann Alexöndru Cooper.

Í afsagnarbréfi Fairstein kemur fram að hún telji að þættirnir sýni hana ekki í réttu ljósi og að logið sé upp á hana. Felicity Huffman fer með hlutverk Fairstein í þáttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant