Meghan Markle komin á stjá

Meghan Markle og Harry Bretaprins tóku þátt í konunglegri skrúðgöngu …
Meghan Markle og Harry Bretaprins tóku þátt í konunglegri skrúðgöngu í dag í tilefni af opinberum hátíðarhöldum vegna afmæli Elísabetar Englandsdrottninar í apríl. Archie litli var hins vegar hvergi sjáanlegur. AFP

Það var vart þverfótað fyrir kóngafólki í miðborg Lundúna í dag þegar formleg hátíðarhöld í tilefni af afmæli Englandsdrottningar fóru fram.

Þetta er í fyrsta sinn sem Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, kemur opinberlega fram eftir fæðingu Archie, sem kom í heiminn fyrir fjórum vikum. Archie sjálfur var reyndar hvergi sjáanlegur. 

Athöfnin kallast „Trooping the Colour“ sem mætti útleggjast sem „Marsering litadýrðarinnar“ þar sem yfir þúsund hermenn marsera í skrúðgöngu og flugvélar mynda fánaliti Bretlands á himninum yfir herlegheitunum.

Það var mikið um dýrðir við Buckingham-höll í dag.
Það var mikið um dýrðir við Buckingham-höll í dag. AFP

Hefðin er aldagömul og talið er að skrúðgangan hafi fyrst verið farin í valdatíð Karls II á 17. öld. Árið 1748 var ákveðið að skrúðgangan færi fram til að halda upp á afmæli þjóðhöfðingjans. Skrúðgangan fer því alltaf fram um þetta leyti, óháð afmælisdegi sitjandi þjóðhöfðingja. Elísabet Englandsdrottning hélt upp á 93 ára afmæli sitt 21. apríl síðastliðinn.

Nánast öll stórkonungsfjölskyldan fylgdist með hátíðarhöldunum. Filippus prins var reyndar hvergi sjáanlegu, en á því er eðlileg skýring þar sem drottningarmaðurinn settist í helgan stein hvað varðar opinberar athafnir fyrir tveimur árum.

Konungsfjölskyldan fylgidist áhugasöm með skrúðgöngunni sem haldinn er til heiðurs …
Konungsfjölskyldan fylgidist áhugasöm með skrúðgöngunni sem haldinn er til heiðurs drottningunni. AFP

Elísabet Englandsdrottning, heiðursgesturinn, fylgdist grannt með skrúðgöngunni og það sama á við um barnabörn hennar Harry og Vilhjálm auk eiginkvenna þeirra og barna. Theresa May forsætisráðherra var einnig á meðal gesta.

Að skrúðgöngunni lokinni safnaðist konungfjölskyldan saman á svölum Buckingham-hallar og fylgdist með þotum flughersins lita himininn í bresku fánalitunum. Það féll vel í kramið hjá börnunum líkt og sjá má á myndunum hér að neðan.

Vilhjálmur prins, Katrín og börn þeirra fylgdust með þotum flughersins …
Vilhjálmur prins, Katrín og börn þeirra fylgdust með þotum flughersins setja svip sinn á hátíðahöldin. Ómögulegt er hins vegar að segja hvað Georgi og Lúðvíki fannst Karlottu fannst líklega aðeins of mikil. AFP
Litadýrð í Lundúnaborg.
Litadýrð í Lundúnaborg. AFP
Karlotta prinsessa veifar til bresku þjóðarinnar.
Karlotta prinsessa veifar til bresku þjóðarinnar. AFP
Fótgönguliðar í varðsveit breska hersins marseruðu um miðborg Lundúna.
Fótgönguliðar í varðsveit breska hersins marseruðu um miðborg Lundúna. AFP
Athöfnin kallast „Trooping the Colour“ sem mætti útleggjast sem „Marsering …
Athöfnin kallast „Trooping the Colour“ sem mætti útleggjast sem „Marsering litadýrðarinnar“ þar sem yfir þúsund hermenn marsera í skrúðgöngu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant