Obama-hjónin á Spotify

Michelle og Barack Obama eru með mörg járn í eldinum.
Michelle og Barack Obama eru með mörg járn í eldinum. AFP

Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa náð samningum við efnisveituna Spotify um að gera hlaðvarpsþætti. Þættina framleiða þau í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt Higher Ground sem stofnað var árið 2018 af Michelle. Higher Ground hefur það að markmiði að auka fjölbreytni.

„Við höfum alltaf trúað á gildi skemmtunar í gegnum ögrandi samtöl,“ sagði Barack í tilkynningu á fimmtudag. Hann segir að það hjálpi fólki að tengjast hvort öðru og vera opnari fyrir nýjum hugmyndum. „Við erum spennt fyrir Higher Ground verkefninu því að hlaðvörp gefa fólki einstakt tækifæri til að eiga skapandi samræður, fá fólk til að brosa og hugsa,“ sagði Barack. 

Higher Ground tilkynnti einnig um samning sinn við Netflix í fyrra vor, en þau munu framleiða heimildaþáttaseríur í mismunandi formi. Það er því nóg að gera hjá hjónunum sem eitt sinn áttu heima í Hvíta húsinu í Washington D.C.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson