Irina Shayk sleikir sárin á Íslandi

Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin.
Bradley Cooper og Irina Shayk eru skilin. mbl.is/AFP

Irina Shayk og Bradley Cooper eru hætt saman en mbl.is greindi frá því fyrir helgi. Nú er Shayk mætt til Íslands en hún birti mynd af sér á Instagram í gær.

View this post on Instagram

.. @falconeriofficial ❄️

A post shared by irinashayk (@irinashayk) on Jun 8, 2019 at 10:14am PDT

Auk þess birti hún færslu á Instastory en hana má sjá hér. Hún er augljóslega hugfangin af náttúrunni sem kemur svo sem ekki á óvart því þeir sem búa á Íslandi vita að töfrarnir gerast á sumarnóttunum.

Þessi mynd var tekin af parinu áður en það skildi.
Þessi mynd var tekin af parinu áður en það skildi. AFP

Shayk hefur vegnað vel á fyrirsætuferli sínum og hefur unnið fyrir flest frægustu tískuhús heims. Svo byrjaði hún með Bradley Cooper árið 2015 eftir að hafa átt í ástarsambandi við sjálfan Cristiano Ronaldo en þeirra samband stóð fyrir frá 2010 - 2015. 

Eftir að myndin A Star Is Born var frumsýnd í fyrra hafa sögusagnir verið á kreiki að heitt sé á milli Cooper og meðleikkonu hans, Lady Gaga. Hún hætti með unnusta sínum í vetur og á Óskarnum tóku þau lagið saman og fór upptakan eins og eldur um veraldarvefinn. Eldurinn á milli þeirra virtist nefnilega ekki fara framhjá neinum. Cooper og Gaga hafa þvertekið að eitthvað sé á milli þeirra og benda á að þetta sé bara allt saman leikur. 

Bradley Cooper og Lady Gaga á frumsýningu A Star Is …
Bradley Cooper og Lady Gaga á frumsýningu A Star Is Born í Toronto í Kanada í september 2018. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson