Bieber vill taka Cruise í bakaríið

Tom Cruise hefur ekki tekið áskoruninni, enn þá.
Tom Cruise hefur ekki tekið áskoruninni, enn þá. AFP

Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur skorað á leikarann Tom Cruise í bardaga. Þessu lýsti hann yfir á Twitter á sunnudagsnóttina. Bieber segir Crusie vera hræðslupúka ef hann þorir ekki að taka áskoruninni.

Hann merkti forseta UFC-bardagasambandsins, Dana White, ef til vill til að fá UFC til að halda bardagann. Til gamans má geta er að Bieber er töluvert mikið yngri en Cruise, en Bieber er 25 ára en Cruise 56 ára.

Ekkert hefur heyrst frá leikaranum síðan Bieber setti áskorunina fram. Hins vegar hefur írski bardagakappinn Conor McGregor lýst því yfir á Twitter að hann sé tilbúinn til að láta fé af hendi rakna til að gera bardagann að veruleika. 

McGregor segir að fyrirtæki hans McGregor Sports and Entertainment geti haldið bardagann og veltir því fyrir sér hvort Cruise geti barist eins og á hvíta tjaldinu. Cruise hefur leikið í hverri hasarmyndinni á fætur annarri. 

Bieber vill taka Cruise í bakaríið.
Bieber vill taka Cruise í bakaríið. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.