Borgari Stefáns Karls næstur á matseðilinn

Stefán Karl Stefánsson leikari og eiginkona hans Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Stefán Karl Stefánsson leikari og eiginkona hans Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. mbl.is/Golli

Hamborgarafabrikkan birti í dag mynd af næsta borgaranum sem bætist á matseðil veitingastaðarins á morgun. Þetta þætt væntanlega ekki frásögu færandi ef myndin  með borgaranum, sem fengið hefur heitið Síðasta kvöldmáltíðin, væri ekki af leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni, sem lést í fyrra.

Með myndinni stendur: „Hér er hann loksins mættur úr hugarfylgsnum okkar ástsæla vinar, grínborgarinn Stefán Karl — síðasta kvöldmáltíðin.“

Vakinn er athygli á þessu á Facebook-síðunni markaðsnördar og kemur þar fram í athugasemdum að borgarinn sé settur á matseðilinn með blessun Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Stefáns Karls.

Einnig er vísað í grein sem birtist í Nútímanum í maí í fyrra, en með henni var birt myndband af heimsókn þeirra Jóhannesar Ásbjörnssonar og Sigmars Vilhjálmssonar, eða Simma og Jóa til Stefáns Karls í snjallbýlið Sprettu vegna hugmynda um að koma grænfóðri Stefáns Karls í borgara, en í þeirri heimsókn lagði Stefán Karl til að borgarinn fengi heitið Síðasta kvöldmáltíðin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.