Borgaði ekki fyrir meðferðina

Amanda Bynes heldur áfram að koma sér í vandræði.
Amanda Bynes heldur áfram að koma sér í vandræði. AFP

Meðferðarstöðin sem leikkonan Amanda Bynes leitaði til fyrr á árinu hefur lagt fram kæru á hendur Bynes vegna ógreiddra reikninga. 

Bynes lagðist inn á meðferðarstöðina í tvo daga, 21. og 22. febrúar og hljóðar reikningurinn upp á 2.467 bandaríkjadali eða um 308 þúsund íslenskar krónur.

Bynes hefur glímt við fíknisjúkdóma og geðræna sjúkdóma síðastliðin ár. Hún hafði náð sér nokkuð á skrið í lok síðasta árs, en í byrjun árs varð bakslag í bata hennar og hefur hún leitað sér hjálpar. 

Síðan hún útskrifaðist úr meðferðinni hefur hún verið að vinna að hönnun tískufatalínu, en hún lærði fatahönnun í Fashion Institute of Design & Merchandising.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.