Eitruð vinnustaðamenning í Grey's Anatomy

Ellen Pompeo fer með hlutverk Meredith Grey.
Ellen Pompeo fer með hlutverk Meredith Grey. AFP

Leikkonan Ellen Pompeo sem fer með hlutverk Meredith Grey í læknadramanu Grey's Anatomy að fyrstu 10 árin hafi verið eitruð vinnustaðamenning í kringum þættina.

„Fyrstu tíu árin voru alvarleg menningarvandamál, virkilega slæm hegðun og virkilega eitruð vinnustaðamenning,“ segir Pompeo í viðtali við Variety. Hún segir að eftir tíundu seríuna hafi hlutirnir breyst. Það var skipt um fólk bæði fyrir framan og aftan tökuvélarnar. 

„Ég gerði það að markmiði mínu að upplifun mín af þáttunum væri góð og gerði mig stolta, því það var svo mikil togstreita í tíu ár. Markmiðið var að þetta væri ekki einn af þeim þáttum sem væri frábær á skjánum en allt í ringulreið á bak við tjöldin,“ segir Pompeo. 

Hún segir að þær Shonda Rhimes, höfundur þáttanna, hafi ákveðið að endurskrifa sögu þáttanna saman. Þess vegna ákvað hún að segja ekki upp störfum, en mótleikari hennar og eiginmaður í þáttunum, Patrick Dempsey, sagði upp í elleftu seríu. Það var ákveðið högg fyrir þættina að sögn Pompeo, en sjónvarpsstöðin taldi að þættirnir gætu ekki haldið áfram án Dempsey.

Pompeo og Rhimes hafa hins vegar sýnt og sannað að þættirnir gátu vel haldið áfram eftir brotthvarf Dempsey, en 15. sería var að ljúka og samningar hafa náðst um gerð 16. og 17. seríu. 

Pompeo hefur fengið gagnrýni vegna orða sinna i Variety. Hún svaraði þeim á Twitter aðgangi sínum og sagði að það væri ekki þess virði að vera í uppnámi yfir. Hún segist ekki hafa verið að gagnrýna neinn einn, að hún hafi sjálf tekið þátt í menningunni. Aðalpunkturinn sé að þau hafi ákveðið að breyta vinnustaðamenningunni til hins betra. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum vinskap, líka þeim, sem þér er lítið um gefið. Félagslífið er að lifna við og þú færð boð í garðveislur í löngum bunum.