Fyrrverandi Lady Gaga lækar Irinu

Lady Gaga, Christian Carino, Irina Shayk og Bradley Cooper.
Lady Gaga, Christian Carino, Irina Shayk og Bradley Cooper. Samsett mynd

Christian Carino, fyrrverandi unnusti tónlistarkonunnar Lady Gaga líkaði við myndirnar af Irinu Shayk sem hún birti nýlega af sér á Instagram. Shayk er stödd hér á landi og birti meðal annars mynd af sér á sundbolnum. 

Shayk og leikarinn Bradley Cooper hættu saman í síðustu viku eftir 4 ára samband og virðist hún vera að jafna sig á sambandsslitunum á Íslandi. Carino og Lady Gaga slitu trúlofun sinni í febrúar síðastliðinn.

View this post on Instagram

🍃 @intimissimiofficial

A post shared by irinashayk (@irinashayk) on Jun 10, 2019 at 4:37pm PDT

Cooper og Lady Gaga léku saman í kvikmyndinni A Star Is Born sem kom út á síðasta ári og fönguðu hjörtu og hugi um allan heim. Þau fluttu lag úr kvikmyndinni, Shallow, á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar síðastliðinn við mikinn fögnuð. Miklar vangaveltur voru um hvort Lady Gaga og Cooper ættu í ástarsambandi eftir flutninginn. 

Þau Gaga og Cooper hafa þvertekið fyrir að eiga í ástarsambandi og segjast hafa verið að leika á Óskarsverðlaunahátíðinni. Heimildarmaður People sagði hins vegar að samband Coopers og Shayk hafi aldrei verið samt eftir að Cooper lék í A Star Is Born með Gaga.

Lady Gaga og Bradley Cooper við flygilinn á sviðinu í …
Lady Gaga og Bradley Cooper við flygilinn á sviðinu í nótt. AFP

Hinn nýlega einhleypi Bradley Cooper fór ekki í ferðalag til framandi staða eins og fyrrverandi. Sást til Coopers í miðborg Los Angeles í Kaliforníu á mánudagskvöldið ásamt vinum sínum. Cooper skellti sér á Sunset Tower-barinn í um tvo tíma að því er heimildir TMZ herma.

Bradley Cooper á mánudagskvöldið.
Bradley Cooper á mánudagskvöldið. skjáskot
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert upp á þitt besta og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með léttleika þínum. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ítrasta því allt annað eru svik við sjálfan þig.