Fyrst kvenna í 70 ára sögu Sinfóníuhljómsveitarinnar

Eva Ollikainen hefur verið skipuð í stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns …
Eva Ollikainen hefur verið skipuð í stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Hin finnska Eva Ollikainen hefur verið skipuð í stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ollikainen er ráðin til fjögurra ára og mun stjórna hljómsveitinni að jafnaði í átta vikur á hverju starfsári. Auk þess mun hún stýra hljómsveitinni á fyrirhuguðum tónleikaferðum innanlands sem utan. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Hún er jafnframt fyrsta konan í sjötíu ára sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem er ráðin aðalhljómsveitarstjóri.

Áður en Eva Ollikainen tekur formlega við stöðunni í byrjun starfsársins 2020/21 mun hún stjórna tvennum tónleikum með hljómsveitinni á næsta starfsári, þar á meðal 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars 2020. 

„Ég hef fundið til djúprar tengingar við meðlimi Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá því ég stjórnaði henni í fyrsta sinn. Þeir eru ekki aðeins hljóðfæraleikarar á hæsta alþjóðlega plani, heldur er skilningur þeirra og miðlun á tónlistinni einstök.“ Þetta er haft eftir Evu Ollikainen í tilkynningu. 

Ollikainen hefur komið víða við og meðal annars stjórnað Útvarpshljómsveitunum í Finnlandi og Svíþjóð, Fílharmóníusveitunum í Stokkhólmi og Turku, Tapiola-sinfóníettunni og Sinfóníuhljómsveitunum í Helsingborg, Lahti og Þrándheimi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.