Hætt að ganga í alvöru pelsum

Kim Kardashian er hætt að klæðast alvöru pelsum.
Kim Kardashian er hætt að klæðast alvöru pelsum. mbl.is/AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian segist vera hætt að ganga í alvöru pelsum. Kardashian birti mynd af dóttur sinni, North, í pels á Instagram í gær. Hún skrifar undir að hún sé búin að láta endurgera alla uppáhalds pelsana sína úr gervi feldi.

Kardashian á fjöldann allan af fallegum pelsum og hefur meðal annars fengið gagnrýni fyrir að klæðast alvöru pelsum. Hún klæddist meðal annars skósíðum pels þegar hún kom hingað til lands fyrir tökur á raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashians, sem fjallar um Kardashian/Jenner-fjölskylduna. 

View this post on Instagram

Remember when I wore this! She picked out the same look lol but fun fact- I took all of my fave furs and remade them in faux fur.

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Jun 11, 2019 at 7:57am PDT

Eins og glöggir lesendur sjá, þá má sjá glytta í ...
Eins og glöggir lesendur sjá, þá má sjá glytta í pels Kardashian fyrir utan Bæjarins bestu árið 2016.
Kim Kardashian var í síðum og fallegum pelsi þegar hún ...
Kim Kardashian var í síðum og fallegum pelsi þegar hún heimsótti Ísland. skjáskot/Instagram
mbl.is