Hættir störfum vegna þátta á Netflix

Elizabeth Lederer hefur sagt upp störfum.
Elizabeth Lederer hefur sagt upp störfum.

Elizabeth Lederer hefur sagt upp störfum sem prófessor við lagadeild Columbia-háskólans í Bandaríkjunum að því er TMZ greinir frá. Lederer var saksóknari í máli fimmmenninganna í Central Park, sem voru ranglega dæmdir fyrir nauðgun árið 1990. 

Þættir um fimmmenningana komu út á Netflix fyrir nokkru og hafa svartir nemendur við skólann þrýst á Lederer að segja upp störfum, sem hún hefur nú gert. 

Þættirnir When They See Us hafa valdið miklum usla síðan þeir voru frumsýndir. Einn af aðalsaksóknurunum í máli fimmmenninganna, Linda Fairstein, sagði sig úr stjórn samtakanna Safe Horizon eftir að þættirnir fóru í loftið. Fairstein hefur einnig misst samning sinn við útgáfufélagið sem hefur gefið út skáldsögur hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson