Ný ABBA-lög í haust

Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Faltskog og Bjorn Ulvaeus árið …
Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad, Agnetha Faltskog og Bjorn Ulvaeus árið 1974. AFP

Sænska hljómsveitin ABBA hefur gefið það út að hún sé að vinna í nýrri plötu og að hún sé væntanleg í nóvember. 

Einn af liðsmönnum sveitarinnar, Björn Ulvaeus, sagði í viðtali við Good Morning Britain að þau hafi komið saman og væru að vinna í nýjum lögum. Hann sagði að hefði verið stórkostleg upplifun að vera fjögur saman í hljóðverinu aftur. 

ABBA hefur ekki gefið út plötu síðan 1982, en hljómsveitin kom aftur saman í fyrra og sagðist vera vinna í tveimur nýjum lögum.

Ulvaeus sagði einnig í viðtalinu að þriðja Mamma Mia!-kvikmyndin væri ekki í vinnslu, en mynd númer tvö kom út síðasta sumar. 

Aðdéndur ABBA geta hlýjað sér við tilhugsunina um nýja plötu í nóvember, þótt þeir fái ekki að sjá Amöndu Seyfried og Meryl Streep á hvíta tjaldinu að syngja uppáhaldslögin þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant