Hin bandaríska Amanda Knox sneri aftur til Ítalíu í fyrsta skipti síðan hún losnaði út fangelsi árið 2011 að því er CNN greinir frá. Knox var dæmd fyrir morðið á meðleigjanda sínum Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007. Hún var sýknuð árið 2011.
Knox verður gestafyrirlesari fyrir pallborðsumræður á hátíð um réttarkerfið í Modena á Ítalíu og bera umræðurnar titilinn „Málsmeðferð í fjölmiðlum“.
Mál Amöndu Knox er heimsfrægt en hún var skiptinemi á Ítalíu þegar hún var fundin sek um morðið á Kercher. Hún hefur stefnt ítalska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu fyrir óréttmæta málsmeðferð.