Britney fær varanlegt nálgunarbann

Lutfi hefur ónáðað Britney Spears í yfir áratug.
Lutfi hefur ónáðað Britney Spears í yfir áratug. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears fékk varanlegt nálgunarbann gegn fyrrverandi umboðsmanni sínum, Sam Lutfi, staðfest fyrir dómi í gær. Hún hafði áður fengið tímabundið nálgunarbann gegn honum, en dómari taldi Spears og fjölskyldu hennar stafa hættu af honum. 

Lutfi má ekki vera í minna en 182 metra fjarlægð frá Spears, má ekki reyna að hafa samskipti við hana og má ekki deila ærumeiðandi ummælum um hana. 

Spears sótti um tímabundið nálgunarbann gegn honum í maí síðastliðnum eftir að hann hafði samband við móður Spears og skrifaði á Twitter um Spears.

Spears mætti ekki sjálf til réttarhaldanna í gær, heldur aðeins faðir hennar ásamt lögfræðingum hennar. 

Þetta er í annað skipti sem Spears og fjölskylda óska eftir nálgunarbanni gegn Lutfi. Þau sóttu um tímabundið nálgunarbann gegn honum árið 2009, sem rann út mánuðum seinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant