Laumuðust á stefnumót eftir konungsstörfin

Katrín og Vilhjálmur í sveitinni.
Katrín og Vilhjálmur í sveitinni. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambrigde laumuðust tvö ein á stefnumót eftir að konungsstörfum lauk í vikunni. Hertogahjónin heimsóttu Deepdale Hall-búgarðinn í Norðvestur-Englandi á þriðjudag. Inn on the Lake, sem er hótel þar í grennd, birti svo myndir af þeim í gær að fara frá hótelinu. Samkvæmt talsmanni hótelsins stoppuðu þau og fengu sér síðdegishressingu á hótelinu. 

Vilhjálmur og Katrín hafa glímt við leiðindamál síðustu mánuði, en fréttir bárust af því að Vilhjálmur hafi haldið fram hjá Katrínu. Það hafi hins vegar haft jákvæð áhrif á hjónaband þeirra, þar sem þau neyddust til að setjast niður og skoða samband sitt. Þau hafa verið gift síðan 2011. 

Konungsstörfin geta verið jafn misjöfn og þau eru mörg.
Konungsstörfin geta verið jafn misjöfn og þau eru mörg. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.