Ítalski leikstjórinn Zeffirelli látinn

Zeffirelli við tökur á Rómeó og Júlíu.
Zeffirelli við tökur á Rómeó og Júlíu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Ítalski kvikmyndaleikstjórinn Franco Zeffirelli lést í morgun, 96 ára gamall, á heimili sínu í Róm.

Zeffirelli, sem einnig leikstýrði leikritum og óperum, lést eftir langvarandi veikindi, að því er ítalskir fjölmiðlar greindu frá.

„Ég vildi ekki að þessi dagur myndi renna upp. Franco Zeffirelli kvaddi í morgun. Einn merkasti maðurinn í menningarlífinu. Við syrgjum ásamt ættingjum hans. Bless kæri meistari. Flórens mun aldrei gleyma þér,“ sagði Dario Nardella, borgarstjóri Flórens, þar sem Zeffirelli fæddist.

Zeffirelli leikstýrði um 20 kvikmyndum, þar á meðal útgáfu af Rómeó og Júlíu frá árinu 1968 sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir.

Hann leikstýrði einnig Hamlet árið 1992 með Mel Gibson og Glenn Close í aðalhlutverkum og The Taming of the Shrew árið 1967 með Elizabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson