Baðst afsökunar á að hafa hætt

Hljómsveitin Spice Girls árið 2012.
Hljómsveitin Spice Girls árið 2012. AFP

Geri Horner hefur beðist afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls árið 1998. Þetta gerði hún á síðustu tónleikum hljómsveitarinnar í endurkomutónleikaferð hennar.

„Ég verð að segja dálítið sem ég hefði átt að segja fyrir löngu síðan,“ sagði hún við aðdáendur sína og vinkonur í hljómsveitinni á Wembley Stadium í London, að því er BBC greindi frá. 

„Fyrirgefið mér. Ég sé eftir því að hafa hætt. Ég hegðaði mér eins og frekja. Það er gott að hitta aftur stelpurnar sem ég elska.“

Geri hætti í Spice Girls á hátindi fræðgar sveitarinnar fyrir 21 ári síðan.

Í heimildarmyndinni Giving You Everything mörgum árum síðar sagðist hún hafa fjarlægst hinar í bandinu. „Mér fannst ég ekki passa inn í hópinn lengur. Þær þyrftu ekki lengur á mér að halda og mér fannst ég vera óþörf.“

Afsökunarbeiðni Geri kom á þrettándu og síðustu tónleikum Spice Girls í tónleikaferð sveitarinnar um Bretland, rétt áður en lagið Goodbye hljómaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant