„Þessi gaur er goðsögn!“

„Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið sem Arnar Eggert hefur stundað undanfarin misseri en honum telst til að ferðirnar séu að nálgast þriðja hundraðið.

Hægt er að bóka ferðir í tónlistarröltið á airbnb. Í ferðunum sem taka um klukkustund segir Arnar Eggert bransasögur af helstu stjörnum íslenskrar tónlistar en útskýrir jafnframt hvernig tónlistarmenningin hefur þróast í gegnum síðustu áratugi hér á landi.

The Reykjavik Music Walk 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.