Flytur ekki heim fyrr en mamma fer í meðferð

Mama June ásamt dóttur sinni Honey BooBoo.
Mama June ásamt dóttur sinni Honey BooBoo. skjáskot/The Sun

Hin þrettán ára gamla Honey Boo Boo, sem gerði garðinn frægan þegar hún var yngri, ætlar ekki að flytja heim til mömmu sinnar, Mama June, fyrr en hún hættir með kærastanum sínum og fer í meðferð. Honey Boo Boo, sem heitir réttu nafni Alana, býr hjá eldri systur sinni, Pumpkin, núna.

Mama June, eða June Shannon eins og hún heitir réttu nafni, glímir við fíkn og hefur verið handtekin fyrir vörslu á fíkniefnum. Þá er kærastinn hennar Geno ekki barnanna bestur en hann hefur verið handtekinn fyrir að selja fíkniefni. Þá keyrði Geno undir áhrifum fíkniefna nýlega og endaði á að keyra inn í hús Mama June. 

Þær mæðgur gerðu garðinn frægan þegar sú stutta tók þátt í barnafegurðarsamkeppnum hér fyrir nokkrum árum. Nú eru þær báðar raunveruleikaþáttastjörnur og er Mama June aðalumfjöllunarefni þáttanna Mama June: From Not to Hot. 

Þá hefur fjölskylda Mama June sest niður með henni og lækni og reynt að tala um fyrir henni. Sést hefur til June í spilavítum heilu og hálfu sólarhringana. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Samúð og varúð, eru við hæfi.