Geitin verður að salati

GOAT gæti útleggst sem SALAT á íslensku.
GOAT gæti útleggst sem SALAT á íslensku. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Á Internetinu sem og í raunheimum hefur tíðkast að kalla fólk sem skarar fram úr á sínu sviði GOAT, sem er skammstöfun fyrir „greatest of all time“. „Greatest of all time“ myndi útleggjast á íslensku sem „sá besti í heimi“. Þá hefur fólk einnig notað þetta um allskyns hluti sem það telur vera það besta í heimi. Þá hefur lyndistákn af geit oft verið notað samhliða fullyrðingunni um að einhver sé sá besti, en skammstöfunin þýðir GOAT þýðir geit. 

Fyrir þá sem tala vilja hreina íslensku og tjá ást sína á fólki og hlutum getur þetta verið snúið. Íslenskufræðingurinn Bragi Valdimar Skúlason hefur unnið bragarbót á þessu. 

Á samfélagsmiðlinum Twitter kom hann með nokkrar tillögur að skammstöfunum sem gætu virkað á íslensku til að lýsa því besta í heiminum. GÍLL sem er skammstöfunin fyrir „goðsögn í lifanda lífi“ eða BÍLL sé „goðsögn“ skipt út fyrir „best.“ Þriðja skammstöfunin sem Bragi Valdimar leggur til er SALAT. SALAT er skammstöfun fyrir „sennilega albesti leikmaður allra tíma.“

Þessi geit verður vonandi ekki að salati.
Þessi geit verður vonandi ekki að salati. Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant