John Grant og Agent Fresco á Iceland Airwaves

Agent Fresco munu koma fram á Iceland Airwaves í nóvember.
Agent Fresco munu koma fram á Iceland Airwaves í nóvember. Ófeigur Lýðsson

Tónlistarmaðurinn John Grant og hljómsveitin Agent Fresco eru meðal þeirra sem koma fram á Iceland Airwaves í nóvember að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum tónlistarhátíðarinnar.

Grant og Agent Fresco bætast í þann fjölskrúðuga hóp sem koma mun fram á hátíðinni 6. -9. nóvember næstkomandi. 

Of Monsters and Men koma fram, en tónleikar þeirra verða haldnir í Valshöllinni laugardagskvöldið 9. nóvember sökum vinsælda hljómsveitarinnar.

Fleiri atriði sem tilkynnt var um í dag eru Orville Peck, Cautious Clay, Just Mustard, Biggi Veira, Axel Flóvent, Sykur, Bagdad Brothers, Bríet og sigurvegarar Músíktilrauna 2019 Blóðmör. 

Listan yfir alla þá listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves má finna hér.

Of Monsters and Men munu koma fram í Valshöll þann …
Of Monsters and Men munu koma fram í Valshöll þann 9. nóvember næstkomandi. Styrmir Kári
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.