Óvæntur gestur í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

Getur þú komið auga á Guðna?
Getur þú komið auga á Guðna? skjáskot/Instagram

Gestalistinn var ansi glæsilegur í brúðkaupi landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur um helgina. Gestirnir birtu einstaklega fallegar myndir af sér í ótrúlegu umhverfi við Como-vatn á Ítalíu og brúðhjónin birtu stórglæsilega mynd af sér í gær.

Spéfuglinn og klipparinn Guðni Halldórsson lét ekki sitt eftir liggja og lagaði aðeins til nokkrar myndir úr brúðkaupinu. Blaðamaður getur ekki fullyrt að Guðni sjálfur hafi ekki verið á gestalistanum, en þykir nokkuð líklegt að Guðni hafi átt eitthvað við myndirnar í myndvinnsluforriti. 

Hvort sem Guðni var þess heiðurs aðnjótandi að hafa verið í brúðkaupinu eða ekki þá er útkoman alla vega sprenghlægileg. 

View this post on Instagram

Verð að játa það að þessi mynd hefði getað tekist betur. Sorry @rurikgislason #lexasig

A post shared by Gudni Halldorsson (@gudniklipp) on Jun 15, 2019 at 1:23pm PDT

View this post on Instagram

Var ekki öruglega tekin önnur mynd, ég sver ég tók ekki eftir ljósmyndaranum #lexasig

A post shared by Gudni Halldorsson (@gudniklipp) on Jun 18, 2019 at 3:20pm PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.