Rae Sremmurd urðu að Pusha T

Pusha T á Coachella-hátíðinni í vor. Hann stígur á svið …
Pusha T á Coachella-hátíðinni í vor. Hann stígur á svið í Laugardalnum um helgina. AFP

Óhætt er að segja að dagurinn á skrifstofu skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi verið viðburðaríkur en töluverðar breytingar hafa orðið á lista yfir þá listamenn sem fram koma á hátíðinni sem fram fer í Laugardalnum um helgina.

Breska söngkonan Rita Ora greindi frá því á Instagram í dag að hún muni ekki koma fram á hátíðinni vegna veikinda. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Secret Solstice að vinna við að finna staðgengil hennar hófst þegar í stað og um tíma leit út fyrir að rapptvíeykið Rae Sremmurd myndi fylla skarð Ora. Vandræði vegna vegabréfsáritana gera það hins vega að verkum að tvíeykið getu ekki komið fram á hátíðinni.

Í kvöld tókust hins vegar samningar við bandaríska rapparann Pusha T. „Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Pusha T er rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðndi. Frá 2010 hefur hann starfað undir merki Kanye West, GOOD Music Imprint. Nýjasta plata rapparans, Destiny, var tilnefnd til Grammy verðlauna sem plata ársins nú í ár. Pusha T hefur komið víða fram síðustu misseri, til að mynda á Coachella-hátíðinni í Kaliforníu í vor. Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá hann flytja lag sitt If You Know You Know á hátíðinni: 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.