Rae Sremmurd urðu að Pusha T

Pusha T á Coachella-hátíðinni í vor. Hann stígur á svið …
Pusha T á Coachella-hátíðinni í vor. Hann stígur á svið í Laugardalnum um helgina. AFP

Óhætt er að segja að dagurinn á skrifstofu skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi verið viðburðaríkur en töluverðar breytingar hafa orðið á lista yfir þá listamenn sem fram koma á hátíðinni sem fram fer í Laugardalnum um helgina.

Breska söngkonan Rita Ora greindi frá því á Instagram í dag að hún muni ekki koma fram á hátíðinni vegna veikinda. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum Secret Solstice að vinna við að finna staðgengil hennar hófst þegar í stað og um tíma leit út fyrir að rapptvíeykið Rae Sremmurd myndi fylla skarð Ora. Vandræði vegna vegabréfsáritana gera það hins vega að verkum að tvíeykið getu ekki komið fram á hátíðinni.

Í kvöld tókust hins vegar samningar við bandaríska rapparann Pusha T. „Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Pusha T er rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðndi. Frá 2010 hefur hann starfað undir merki Kanye West, GOOD Music Imprint. Nýjasta plata rapparans, Destiny, var tilnefnd til Grammy verðlauna sem plata ársins nú í ár. Pusha T hefur komið víða fram síðustu misseri, til að mynda á Coachella-hátíðinni í Kaliforníu í vor. Á myndskeiðinu hér að neðan má sjá hann flytja lag sitt If You Know You Know á hátíðinni: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant