Grínast með skilnaðarsögusagnir

Ashton Kutcher og Mila Kunis.
Ashton Kutcher og Mila Kunis. mbl

Leikarahjónin Mila Kunis og Ashton Kutcher birtu einstaklega fyndið myndband af sjálfum sér vera að ræða nýja forsíðu á bandarísku glanstímariti. Á forsíðunni stóð að þau væru hætt saman.

Kunis og Kutcher þóttu þessar fréttir augljóslega sprenghlægilegar, þar sem ekkert er til í þeim sögusögnum. Á forsíðunni er fullyrt að Kunis hafi þótt Kutcher of uppáþrengjandi og hún hafi því yfirgefið hann og tekið börnin með sér.

Þau Kunis og Kutcher hafa verið gift frá árinu 2015 og eiga tvö börn saman. 

View this post on Instagram

I guess it’s over @intouchweekly have fun selling magazines this week. Maybe next week my wife will be having twins. For the third time. But who’s counting.

A post shared by Ashton Kutcher (@aplusk) on Jun 19, 2019 at 6:52pm PDT

mbl.is