Langaði að vera strákur

Nanna Hilmarsdóttir.
Nanna Hilmarsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, forsprakki hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, segir að hana hafi alltaf langað til að vera strákur þegar hún var yngri. Nanna er í viðtali við WWD þessa vikuna en WWD er ein stærsta tískuvefsíða heims.

„Ég var hrifin af stórum hettupeysum og faldi mig alltaf í strákafötunum. Ég var á hjólabretti og var að gera alla þessa hluti. Þegar ég var unglingur var ég algjör emo-goth-unglingur. Og ég var rosalega hrifin af pönki. Þú veist hvernig pönkararnir gerðu þetta, þeir voru svo grófir,“ segir Nanna í samtali við WWD. Nanna segir að núna finnist henni þægilegra að vera kvenlegri, á ákveðinn hátt. 

Of Monsters and Men gefur út þriðju plötu sína, Fever Dreams, 26. júlí og mun fylgja henni eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Evrópu. 

Nanna segir að þau hafi nálgast þessa plötu á allt annan hátt en fyrri tvær. Þau notuðust mest við kassagítarinn til að semja hinar plöturnar, en núna hafi þau samið grunninn að lögunum í gegnum tölvuforrit. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson