Fagnar ríkisborgararéttinum með veislu

Ída Jónasdóttir er loksins búin að endurheimta ríkisborgararétt sinn.
Ída Jónasdóttir er loksins búin að endurheimta ríkisborgararétt sinn. skjáskot/Instagram

Hin 94 ára gamla Ída Jónasdóttir Hermann ætlar að fagna íslenskum ríkisborgararétt sínum með veislu 16. júlí næstkomandi. Ída fékk umsókn sína um íslenskan ríkisborgararétt samþykkta nú á dögunum. 

Ída birti mynd af sér á Instagram með plaggið og skrifar „Á hverju held ég? Nú, tilkynningu frá Alþingi um að ég hafi fengið ríkisborgararéttinn minn aftur!! Vúp-vúp!! Eins og ég lofaði, þá er ykkur öllum boðið að koma og fagna með mér þann 16. júlí. Set inn meiri upplýsingar síðar.“

Ída er fædd og uppalin á Íslandi en hún var fyrsta íslenska konan til að giftast bandarískum hermanni. Ída og eiginmaður hennar, Delbert Hermann fluttust til Bandaríkjanna stuttu síðar þar sem Ída hefur búið síðan. Þau voru gift í 70 ár, en Delbert lést árið 2015.

Fjallað var um Ídu í heimildarþætti á Rúv um páskana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler