Aron Can með Black Eyed Peas

will.i.am og Aron Can tónlistarmenn hittust á laugardeginum. Þá lá ...
will.i.am og Aron Can tónlistarmenn hittust á laugardeginum. Þá lá ekki fyrir hvað þeir ræddu eða á hvað þeir voru að horfa en nú er ekki vitlaust að ætla að Aron hafi verið að kynna fyrir will.i.am eitthvert verkanna sinna. Eins og menn gera. Ljósmynd/Aðsend

Aron Can var ekki bókaður á Secret Solstice. Will.i.am í Black Eyed Peas var ekki nógu ánægður með þá ráðstöfun þannig að hann gerði sér lítið fyrir og bauð honum upp á svið með sér í gærkvöldi. Og mikil fagnaðarlæti kváðu hafa brotist út þegar Aron birtist, enda einn óneitanlega einn ástsælasti rappari þjóðarinnar.

Aron nýtti vettvanginn til þess að flytja meistarastykkið sitt Fulla vasa. Það er rúmlega tveggja ára gamalt og er með 2,5 milljónir streyma á Spotify, eitt mest spilaða íslenska lagið þar. Það væri ónákvæmt að segja annað en að fólk hafi sturlast þegar byrjunarstefið glumdi við.

Eins og mbl.is greindi frá í gær funduðu Aron og will.i.am stíft kvöldið áður til þess að skipuleggja laugardagskvöldið. Þegar fregnir bárust af þeim fundahöldum var hins vegar á huldu um hvað þau snérust en nú hefur komið á daginn um hvað var lagt á ráðin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt verkið virðist erfitt, skaltu ekki bakka. Lífið gengur sinn vanagang. Allt of oft sættum við okkur við hluti sem eru ekki nógu góðir, breytum þessu.