Jákvæðni ríkir í garð Secret Solstice

Secret Solstice-hátíðin fór vel fram um helgina.
Secret Solstice-hátíðin fór vel fram um helgina. mbl.is/Arnþór

„Mér heyrist, miðað við umræðuna, að fólk sé jákvæðara í ár en hefur verið,“ segir María Gestsdóttir, varaformaður Íbúasamtaka Laugardals, spurð um upplifun íbúa Laugardals af Secret Solstice-tónlistarhátíðinni sem haldin var um helgina en talið er að um tólf þúsund manns hafi verið á hátíðinni í gær. Sjálf var María gestur á hátíðinni og skemmti sér stórkostlega að eigin sögn.

Umgengni til fyrirmyndar

María segir umgengnina hafa verið til fyrirmyndar yfir hátíðina. Hún bendir á að veðuraðstæður hafi verið töluvert betri í ár en í fyrra en þá olli rigning því að grasið kom illa út eftir hátíðina.

„Ég hef tekið eftir því sjálf á hátíðinni að það er fólk í gulum vestum að taka til allan tímann sem mér finnst mjög ánægjulegt,“ segir María. „Þeir sem búa næst hátíðinni verða auðvitað fyrir mestri truflun vegna hávaða svo maður á eftir að heyra hvað fólk segir eftir hana. En mér sýnist á öllu að hátíðarhaldarar hafi hlustað á athugasemdir fólks og séu virkilega að reyna að bæta sig.“

Helga Sigrún Sigurjónsdóttir, varamaður í stjórn íbúasamtakanna, tekur undir með Maríu og segir að hún hafi upplifað almenna ánægju með hátíðina í ár. Hún vísar í Facebook-hópinn „Langholtshverfi - 104“ þar sem rúmlega hundrað athugasemdir voru settar við færslu þar sem spurt var um upplifun íbúa á svæðinu af Secret Solstice. „Þar voru allir bara rosa kátir og ánægðir nema einn,“ segir Helga og hlær.

Frá hátíðinni Secret Solstice sem lauk um helgina.
Frá hátíðinni Secret Solstice sem lauk um helgina. mbl.is/Arnþór

Velgengnin lygasögu líkust

Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice-hátíðarinnar, segir það lygasögu líkast hversu vel hafi gengið. Hann segir að veðrið hafi verið gott og að samstarfið við lögregluna og frístundamiðstöðina hafi gengið frábærlega. Segir hann umgengnina á svæðinu hafa verið til fyrirmyndar en hátíðarhaldarar réðu breska fyrirtækið Greenbox, sem sérhæfir sig í þrifum á hátíðum, til að halda svæðinu hreinu. Auk þess segir hann að Reykjavíkurborg hafi ráðið fyrirtækið Hreinsitækni til að þrífa svæðið fyrir utan hátíðina. Jón segist ekki vita til þess að nein kvörtun hafi borist vegna hátíðarinnar í ár. „Þegar það er svona gott veður eru bara allir sáttir,“ segir hann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson