Laug Woods um framhjáhaldið?

Í nýjasta þætti af Keeping Up With The Kardashians má …
Í nýjasta þætti af Keeping Up With The Kardashians má fylgjast með Khloé uppgötva framhjáhaldið. Samsett mynd

Í nýjasta þætti af Keeping Up With The Kardashian má fylgjast með Kardashian/Jenner-fjölskyldunni uppgötva að kærasti og barnsfaðir Khloé Kardashian, Tristan Thompson, hafi haldið fram hjá henni með Jordyn Woods, bestu vinkonu Kylie Jenner. 

Í þættinum segir Khloé frá því að Tristan sagði henni allan sannleikann og hvað átti sér stað. Hann sagði henni að Woods hafi verið síðasta manneskjan til að yfirgefa húsið, hún hafi setið í fangi hans og að þau hafi kysst. 

Woods sagði hins vegar í spjallþætti Jödu Pinkett Smith, stuttu eftir að atvikið átti sér stað, að hún hafi ekki setið í fangi Tristans og að hún hafi aðeins kysst hann eftir að hann reyndi að kyssa hana. 

Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi.
Jordyn Woods ásamt Kylie Jenner og dóttur hennar Stormi. skjáskot/Instagram

Framhjáhaldið setti Kardashian/Jenner-fjölskylduna vægast sagt í uppnám en Woods var náinn fjölskylduvinur og bjó á heimili Kylie. Hún flutti út frá Kylie um leið og upp komst um atvikið. Í þættinum má heyra þær systur fara misfögrum orðum um Woods, en óhætt er að segja að henni hefur verið útskúfað úr fjölskyldunni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.