Missti af Beyoncé eftir að hafa eytt árum í að bóka hana

Beyoncé kom fram á Glastonbury árið 2011.
Beyoncé kom fram á Glastonbury árið 2011. skjáskot/Instagram

Skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Glastonbury, Emily Eavis, greindi frá því í viðtali við BBC Radio 4 að hún hafi misst af tónleikum Beyoncé tónlistarhátíðinni árið 2011. Eavis hafði eytt fjölda ára í að reyna að bóka hana og það tókst fyrir rest. Eavis missti hins vegar af tónleikunum þar sem sonur hennar veiktist. 

Sonur Eavis og Nick Dewey sem einnig er skipuleggjandi hátíðarinnar, var aðeins 10 daga gamall þegar tónlistarhátíðin fór fram árið 2011. Hann hafði verið mikið veikur og taldi læknir fjölskyldunnar að hann væri kominn með heilahimnubólgu. Þau þurftu því að drífa sig á spítalann með son sinn um það leyti sem Beyoncé var að stíga á svið. 

Eavis segir að þau hafi samt ekki misst algerlega af tónleikunum en þau sáu á lítil sjónvarp á sjúkrahúsinu þar sem BBC sýndi frá tónleikum tónlistarkonunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant