Endurbæturnar kostuðu 2,4 milljónir punda

Endurbætur á húsi þeirra Harry og Meghan kostuðu 2,4 milljónir …
Endurbætur á húsi þeirra Harry og Meghan kostuðu 2,4 milljónir punda. AFP

Endurbæturnar á Frogmore Cottage, húsi Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle kostaði breska skattborgara 2,4 milljónir punda eða um 380 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaskýrslu bresku krúnunnar

Frogmore Cottage var breytt í eitt heimili, en því hafði áður verið skipt upp í fimm aðskilda hluta. Hjónin fluttu inn í apríl, stuttu áður en sonur þeirra Archie kom í heiminn. 

Breska krúnan fékk 82 milljónir punda frá breska ríkinu 2018-2019 og voru 33 milljónir punda af því tileinkað endurbótum á Buckinghamhöll. Það er 41% aukning frá síðasta ári, en þá fóru 67 milljónir punda til krúnunnar.

Þessar 2,4 milljónir punda er þó ekki eini peningurinn sem fór í endurbætur á Frogmore Cottage, en hjónin greiddu fyrir auka þægindi úr eigin vasa. Það til dæmis við um jógastúdíóið sem Meghan lét útbúa fyrir sig og alla vinnu í garðinum. 

Að sögn People er það almenn regla hjá konungsfjölskyldunni að þau greiði sjálf fyrir auka þægindi. Breskir skattgreiðendur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að skattpeningur þeirra fari í eitthvað annað en nauðsynlegar endurbætur og viðhald á húsnæði konungsfjölskyldunnar. 

Meghan og Harry fluttu inn í Frogmore Cottage úr Kensingtonhöll …
Meghan og Harry fluttu inn í Frogmore Cottage úr Kensingtonhöll í apríl, áður en sonur þeirra Archie kom í heimin. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.