Fangelsisskírteini Tupac á uppboði

Tupac Shakur sat í fangelsi í 9 mánuði árið 1995.
Tupac Shakur sat í fangelsi í 9 mánuði árið 1995. skjáskot/pinterest

Fangelsisskírteini rapparans Tupac Shakur mun fara á uppboð í sumar. Rapparinn sat inni í 9 mánuði í Clinton-fangelsinu í New York-ríki í Bandaríkjunum og þurfti að vera með skírteinið á sér öllum stundum. Hann sat inni fyrir að hafa beitt kynferðisofbeldi. 

Tupac hóf afplánun sína 14. febrúar árið 1995 en skírteinið er gefið út tveimur árum seinna. Uppboðssíðan Heritage Auction sér um uppboðið og samkvæmt heimildum TMZ mun uppboðið byrja í tveimur þúsundum Bandaríkjadala eða tæpum 250 þúsund íslenskum krónum.

Skírteinið.
Skírteinið. skjáskot/Heritage Auctions

Á meðan Tupac sat hann inni skrifaði hann bréf til þáverandi kærustu sinnar og teiknaði kynferðislegar myndir. Ein myndanna seldist á uppboði fyrr á árinu fyrir um 2,6 milljónir íslenskra króna.

Uppboðið á skírteininu hefst 1. júlí næstkomandi, en ólíklegt er að það fari á jafn mikinn pening og teikningin. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.