Birta myndband af Smollett með snöruna um hálsinn

Empire-leikarinn Jussie Smollett yfirgefur fangelsið eftir að hafa greitt lausnargjald. …
Empire-leikarinn Jussie Smollett yfirgefur fangelsið eftir að hafa greitt lausnargjald. Hann er sakaður um að hafa sviðsett hatursglæp gagnvart sér. AFP

Lögreglan í Chigaco í Bandaríkjunum hefur birt myndband af leikaranum Jussie Smollett með snöruna um hálsinn. Myndbandið er tekið um 7 tímum eftir meinta árás sem Smollet varð fyrir í janúar síðastliðinn. 

Í myndbandinu má sjá Smollett taka á móti lögreglumönnunum með snöru um hálsinn. Myndbandið er hluti af yfir 100 skrám sem lögreglan hefur birt úr málinu. Smollett er sakaður um að hafa sviðsett árásina sjálfur. 

Meint árás átti sér stað í janúar síðastliðinn, en Smollett leitaði sér aðstoðar eftir að tveir menn réðust á hann, börðu, heltu klór yfir hann og vöfðu snöru um háls hans. Lögreglan hafði upp á árása mönnunum tveimur, sem eru bræður, um tveimur vikum eftir meinta árás. Lögreglan trúði frásögn leikarans í fyrstu, en þremur vikum seinna var hann handtekinn og ákærður fyrir að ljúga að lögreglunni.

Bræðurnir sem áttu að hafa staðið fyrir árásinni sögðu í skýrslutöku að þeir hafi komið að því að skipuleggja árásina ásamt Smollett. Þeir sögðust hafa hitt Smollett í leigubíl og skipulagt árásina.

Smollett er best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Empire. Eftir handtöku hans var hann klipptur út úr lokaþáttum seríunnar. Hann verður heldur ekki með í síðustu seríunni af þáttunum.

Saksóknari í Illinois-ríki í Bandaríkjunum ákvað að leggja niður ákæruna á hendur Smollett um mánuði eftir að hann var handtekinn. Hann sagði í viðtali við CBS að hann teldi þó að Smollett væri sekur, en Smollett hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. Saksóknarinn lét ákæruna niður falla því Smollett greiddi sekt sína og sinnti samfélagsþjónustu. 

Lögreglan í Chicago hefur haldið fram sekt hans, þrátt fyrir að kærurnar hafi verið látnar niður falla. Þann 29. mars gerði hún honum skylt að greiða 130 þúsund bandaríkjadali til að greiða fyrir vinnu lögreglunar. Tveimur vikum seinna neitaði Smollett að greiða upphæðina en þá hækkaði lögreglan sektina er hún nú þrefalt hærri en upphafleg upphæð. 

Þann 21. júní síðastliðinn óskaði dómari í Chicago eftir því að sérstakur saksóknari myndi fara yfir gögn í málinu. BBC hefur það eftir talsmanni lögreglunnar í Chicago getur Smollett því verið ákærður í annað skipti.Jussie Smollett.
Jussie Smollett. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.