Selur Kylie Kylie?

Kylie Jenner er sögð vera að íhuga að selja hluta …
Kylie Jenner er sögð vera að íhuga að selja hluta í Kylie Cosmetics. mbl.is/AFP

Getgátur eru um það að raunveruleikaþáttastjarnan og viðskiptakonan Kylie Jenner muni selja hluta í snyrtivörufyrirtæki sínu Kylie Cosmetics á næstu mánuðum. 

Samkvæmt heimildarmanni Womens Wear Daily er alþjóðafyrirtækið Coty Inc. að vinna í samningum um að kaupa 51% hlut í Kylie Cosmetics fyrir 600 milljónir Bandaríkjadala eða um 74 milljarða íslenskra króna. Coty á snyrtivörumerki eins og Cover Girl, O.P.I. og Sally Hansen. 

Fyrri fréttir WWD herma að Jenner sé búin að vera skoða möguleika síðustu mánuði að hagnast enn frekar á fyrirtæki sínu. Kris Jenner, umboðsmaður hennar og mamma, hefur áður sagt að það sé alltaf einhver áhugi á snyrtivörufyrirtækinu. Þær bíði nú eftir rétta tækifærinu til að selja hlut í fyrirtækinu.

Jenner er nú þegar orðin milljarðamæringur, aðeins 21 árs gömul, og eru auðæfi hennar metin á um 1 milljarð Bandaríkjadala. 

Vörumerki Coty má finna í mörgum verslunum, meðal annars hér á landi. Gangi þessir samningar í gegn gætu vörur Kylie verið mun aðgengilegri en nú, en vörur hennar er aðeins hægt að kaupa á vefsíðu fyrirtækisins og í Ultra Beauty í Bandaríkjunum. 

Varasett Kylie Jenner er mjög vinsælt.
Varasett Kylie Jenner er mjög vinsælt.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant