Taboo dansaði á Ingólfstorgi

Taboo á Ingólfstorgi á laugardaginn.
Taboo á Ingólfstorgi á laugardaginn. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Taboo úr hljómsveitinni Black Eyed Peas þáði boð um að mæta á sumarhátíð Dans-Brynju Péturs sem var haldin á Ingólfstorgi á laugardaginn.

Hann mætti með myndatökumann með sér og tóku þeir upp sýninguna og danspartí sem þar var haldið. Heilsaði hann dönsurunum og dansaði lengi með hópnum. 

„Taboo gekk beint inn í hringinn, knúsaði alla og dansaði sjálfur nokkrum sinnum,“ segir Brynja Péturs og bætir við að hann hafi einnig tekið viðtöl við þau sem verða sýnd í þáttum þar sem hann heimsækir dansara frá þeim löndum þar sem Black Eyed Peas spila. Hljómsveitin spilaði einmitt á hátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum um síðustu helgi. 

„Við eldri kynslóðin erum búin að hlusta á tónlistina þeirra í yfir 20 ár og þarna mætir einn þeirra og dansar með okkur á Íslandi. Þetta var ógleymanlegt og mikill punktur yfir i-ið á nú þegar flottum degi á laugardaginn.“

Sumarhátíðin var einnig söfnun fyrir dansarana í hópnum en yfir 20 dansarar frá Dans-Brynju Péturs eru að fljúga til Portúgal á næstu dögum til að taka þátt í danskeppni. Þetta verður fyrsta keppnisferð hópsins erlendis.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.