Taboo dansaði á Ingólfstorgi

Taboo á Ingólfstorgi á laugardaginn.
Taboo á Ingólfstorgi á laugardaginn. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Taboo úr hljómsveitinni Black Eyed Peas þáði boð um að mæta á sumarhátíð Dans-Brynju Péturs sem var haldin á Ingólfstorgi á laugardaginn.

Hann mætti með myndatökumann með sér og tóku þeir upp sýninguna og danspartí sem þar var haldið. Heilsaði hann dönsurunum og dansaði lengi með hópnum. 

„Taboo gekk beint inn í hringinn, knúsaði alla og dansaði sjálfur nokkrum sinnum,“ segir Brynja Péturs og bætir við að hann hafi einnig tekið viðtöl við þau sem verða sýnd í þáttum þar sem hann heimsækir dansara frá þeim löndum þar sem Black Eyed Peas spila. Hljómsveitin spilaði einmitt á hátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum um síðustu helgi. 

„Við eldri kynslóðin erum búin að hlusta á tónlistina þeirra í yfir 20 ár og þarna mætir einn þeirra og dansar með okkur á Íslandi. Þetta var ógleymanlegt og mikill punktur yfir i-ið á nú þegar flottum degi á laugardaginn.“

Sumarhátíðin var einnig söfnun fyrir dansarana í hópnum en yfir 20 dansarar frá Dans-Brynju Péturs eru að fljúga til Portúgal á næstu dögum til að taka þátt í danskeppni. Þetta verður fyrsta keppnisferð hópsins erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant