Afmælisbarn vikunnar er „mjóa Minnie“

Í myndbroti á Instagram sem Kris Jenner birtir kallar hún ...
Í myndbroti á Instagram sem Kris Jenner birtir kallar hún afmæli barn vikunnar, Khloé Kardshian mjóu Minnie (e skinny Minnie).

Umboðs-mamman Kris Jenner er með frumlegt myndband á samfélagsmiðlum til að kynna nýjan dagskrárlið á E! Entertainment sem fjallar um 35 ára afmæli dóttur hennar Khloé Kardashian. 

Eins og flestir vita hefur Khloé Kardashian átt erfiða tíma að undanförnu. Af því tilefni vill fjölskyldan heiðra minningu hennar og hefur fengið E! stöðina til að vera með sýningu á þáttaröðinni Keeping Up With the Kardashians allan afmælisdaginn 27. júní. 

View this post on Instagram

It’s almost your birthday @khloekardashian!! Don’t miss Khloé's Pop-Up Birthday on E! this Thursday. @kuwtk @eentertainment

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) on Jun 26, 2019 at 12:01am PDT

Kynningarmyndbandið sýnir að Khloé Kardashian er komin í frábært form og tilbúin í nýjar áskoranir. 

Það sem vekur athygli er dagskrárliðurinn Khloé´s Pop-Up Birthday þar sem vinir og vandamenn munu senda kveðju í tilefni dagsins.

E! News fjallar þáttinn og gefur forsmekk af því sem koma skal með því að sýna kveðjurnar frá Kardashian-systrunum Kim, Kourtney og Kylie.

„Til hamingju með afmælið uppáhaldssystir mín Khloé! Til að heiðra afmælisdaginn þinn er ég með hár í þínum uppáhaldsstíl. Guð ég á mér svo margar minningar um þig. Engin ein er í uppáhaldi, því allar stundir með þér eru mínar uppáhaldsstundir,“ segir Kim Kardashian. 

mbl.is